Mikil eftirvænting er nú á meðal landsmanna en í kvöld stíga Hatarar á svið á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Líkt og undanfarin ár hafa fyrirtæki nýtt Eurovision æði landsmanna í markaðssetningu og Hatara þema orðið ansi áberandi í auglýsingum.
Margir hafa bent á kaldhæðnina sem fylgir því að nýta hljómsveit sem er jafn opinberlega gegn kapítalisma í slíkar herferðir en fyrirtæki láta slíkt tal svo sannarlega ekki stoppa sig.
Sjá einnig: Skemmtilegustu auglýsingarnar og tilboðin á Íslandi á Black Friday: „Mikilvægt að lesa smáa letrið“
Við tókum saman nokkrar auglýsingar þar sem Hatara þemað er áberandi.
Ég heyrði útvarpsauglýsingu í dag frá Hókus Pókus að auglýsa "Hataralinsur" og nú þetta.
Gera þessi fyrirtæki sér ss. ENGA grein fyrir því hvað þau eru hjákátleg að reyna að selja eitthvað út á hljómsveit sem gefur sig út fyrir að vilja knésetja kapítalisma? https://t.co/DPqFyRq7qc
— Sunnfríður (@SunnaSveins) May 14, 2019
Hugur minn er hjá öllum grafísku hönnuðunum sem fóru í 3 ára+ háskólanám og þurftu svo að svara því játandi þegar einhver markaðsstjóri spurði “okei en getur þú sett snakkpokann/nammið/strætisvagninn í hatarabúning?”
— Una Hildardóttir (@unaballuna) May 14, 2019