Eftir vel heppnað dómararennsli í gær stíga Hatarar á svið í Tel Aviv kvöld og reyna að tryggja sig áfram á lokakvöld Eurovision næsta laugardag. Atkvæði dómnefndar gilda til jafns við atkvæðum símakosningar í kvöld.
Anders Nunstedt hjá sænska blaðinu Expressen skrifar í pistli sínum að Hatari sé eina stóra atriðið sem fer á svið í kvöld og Íslendingarnir einfaldlega reddi kvöldinu sem bíður ekki upp á margt skemmtilegt.
Hatarar negldu sitt atriði á dómararennslinu í gær en 10 lög af 17 sem verða á dagskrá í kvöld komast áfram á lokakvöldið.
Matthías og Klemens voru ánægðir þegar þeir spjölluðu við blaðamenn í gær. Klemens Hannigan, annar söngvari Hatara sagði í samtali við blaðamann mbl.is að það sé óhætt að segja það hafi gengið mjög vel.
„Við fylgdum dagskránni sem okkur var íhlutað frá Svikamyllu ehf. og það fór allt samkvæmt áætlun,“ segir Klemens við mbl.is
Matthías var sammála Klemens, þeir eru nokkuð vissir um að komast áfram úr undanriðlinum en markmiðið er stærri sigur.
„Við ætlum okkur að vinna Eurovision 2019,“ segir Matthías við mbl.is.