Auglýsing

Hatarar fengu fánana í leikfangabúð og Matthías geymdi sinn fána í stígvélinu

Meðlimir Hatara voru gestir í Kastljósi á RÚV í gær. Þar ræddu þeir Eurovision ævintýrið í þaula og sögðu meðal annars frá því hvernig þeim tókst að smygla Palestínu-fánunum á lokakvöldið. Viðtalið í heild sinni má sjá hér. 

Sjá einnig: Guðni Th. kvartar ekki yfir uppátæki Hatara: „Þetta eru ljúfir drengir og kunna að láta á sér bera“

Fánana fengu þeir í leikfangabúð í Ramallah en fulltrúar Iceland Music News, sem er gervifréttasíða, sóttu þá þangað. Þeim var svo smyglað yfir landamærin til Ísrael. Matthías segir frá því í Kastljósinu að hann hafði geymt fánann ofan í stígvélinu sínu á meðan stigin voru kynnt. Það hafi verið heppni að hann hafi snúið rétt þegar þeir voru í mynd.

Þeir voru einnig spurðir út í það hvernig það væri að auglýsendur á Íslandi hefðu nýtt sér and-kapítalíska atriði þeirra sér í hag. Matthías Tryggvi Haraldsson grínaðist þá með það að hann væri sár út í Dominos þar sem þeir vildu ekki styrkja Iceland Music News en hafi svo notað textann þeirra í auglýsingu.

Einar Stefánsson, lýsti því hversu skrítið það hefði verið að upplifa hvað Hatarar hefðu orðið mikil almenningseign á meðan keppninni stóð. Nú hyggjast þremenningarnir fara í fjölmiðlabann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing