Auglýsing

Hatarar fengu „verstu“ sætin í flugvélinni frá Ísrael vegna mótmælanna: „Svölu krakkarnir sitja aftast“

Flugvallarstarfsmenn á flugvellinum í Tel Aviv montuðu sig af því á netinu að hafa sett meðlimi Hatara í verstu sætin þegar hópurinn flaug frá Tel Aviv til London. Einar Stefánsson, trommari Hatara, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann deilir færslu frá manni að nafni Daher Dahli sem segir frá því að starfs­menn ísra­elska flug­fé­lags­ins El Al hafi montað sig yfir því að hafa út­hlutað Hatara verstu sæt­un­um.

Einar er þó rólegur yfir þessu öllu saman en hann þakkar flugfélaginu fyrir meðferðina og bendir á að svölu krakkarnir sitji aftast. Felix Bergson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins er ekki eins ánægður með framgöngu flugvallastarfsmannanna en hann segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að þetta hafi farið fyrir brjóstið á honum.

Felix segir við Morgunblaðið að hópurinn ætli sér að skoða málið nánar á næstu dögum og gera athugasemdir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing