Auglýsing

Hatarar hefja nú vinnu við að losna við Eurovision stimpilinn: „Það verður ekkert auðvelt“

Hatarar voru mættir í viðtal í Kastljós á RÚV í gær. Nú þegar Eurovision ævintýrinu er lokið segjast þeir fara nú í fullt starf við að hrista af sér stimpilinn sem fylgir því að taka þátt í keppninni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér. 

Sjá einnig: Hatarar fengu fánana í leikfangabúð og Matthías geymdi sinn fána í stígvélinu

„Það verður ekkert auðvelt og ég held við förum í fjölmiðlapásu bara eftir þetta,“ segir Matthías. Hann bætir þó við að þeir sjái alls ekki eftir því að hafa tekið þátt í keppninni.

„Ég held ekki sko, og bara stuðningsraddirnar og þakkirnar sem rigndu yfir okkur. Haturskomment á samfélagsmiðlum skipta engu máli miðað við kveðjurnar sem við höfum fengið frá Palestínumönnum og fleirum sem styðja réttlæti og mannréttindi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing