Íslendingar eru komnir áfram á úrslitakvöld Eurovision í fyrsta sinn í fjögur ár. Hatarar stóðu sig frábærlega á fyrra undankvöldinu í kvöld og komust verðskuldað áfram.
Sjá einnig: Twitter að missa sig eftir magnað atriði Hatara: „Ef þetta fer ekki áfram þá kveiki ég í Jon Ola Sand“
Hatarar voru áttunda atriði sem var lesið upp af þeim tíu sem komust áfram og var því væntanlega komin örlítil spenna í marga Íslendinga. Að minnsta kosti var Gísli Marteinn, sem kynnti keppnina á RÚV, orðinn stressaður en honum var létt þegar kynnar kvöldsins lásu upp Ísland.
Hatarar hafa lýst því yfir að hópurinn ætli sér sigur í keppninni og stórt skref var stigið í kvöld. Glæsilegt!