Auglýsing

Hátt í hundrað manns biðu í röð fyrir utan Húrra í morgun

Hátt í hundrað manns voru mættir fyrir utan fataverslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í eintak af nýju Yeezy strigaskónum sem hannaðir eru af Kanye West fyrir Adidas.

Skórnir eru gífurlega vinsælir um allan heim og eru strax uppseldir í verslun Húrra samkvæmt Instagram síðu verslunarinnar. Skórnir koma í takmörkuðu magni og eru einungis seldir í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina búðin sem selur skónna á Íslandi.

Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, segir í samtali við Vísi í dag að mikill áhugi sé á Íslandi fyrir skónum og að góð stemning hafi verið í búðinni í morgun þrátt fyrir leiðinlegt veður.

Skórnir bera heitið YEEZY BOOST 350 V2 BUTTER og eru svipaðir eldri útgáfum af skónum en eru öðruvísi á litinn. Eins og áður segir eru skórnir gífurlega vinsælir en  áður hefur myndast röð fyrir utan Húrra þegar nýjar tegundir af Yeezy skóm byrja í sölu.

Sjá einnig: Biðu í röð í frostinu í alla nótt til að ná pari af strigaskóm Kanye West: „Erfiðast klukkan fimm, sex“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing