Sumt fólk er áberandi vegna þess að það vill vera það. Aðrir lenda bara í því. Haukur Viðar Alfreðsson, textahöfundur hjá Brandenburg, er einhvers staðar þarna mitt á milli.
Þið munið eftir Hauki. Ásamt því að þenja raddböndin í hljómsveitinni Morðingjarnir þá er hann vefhetja eftir vinnustaðargrín sem náði efsta sæti á Reddit, einum aðsóknarmesta vef heims síðasta sumar.
Vinnufélagar Hauks tóku mynd af honum þegar hann fékk sér stuttan hádegisblund og notuðu svo Photoshop til að setja hann í ýmsar sprenghlægilegar aðstæður.
Aðstæður eins og þessar
Og þessar
????????????
Nema hvað! af hverju erum við að flytjar ykkur fréttir af Hauki aftur? Hvað gerði hann núna?
Haukur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Metallica, þó hann viðurkenni eflaust að hún megi muna sinn fífil fegurri. Metallica fagnar nú 33 ára afmæli plötunnar Kill’Em All og óskaði því eftir myndum á Twitter af aðdáendum þar sem þeir halda á plötunni.
Haukur vildi að sjálfsögðu vera með en hann var í vinnunni og eintakið hans því víðs fjarri. Hvað gera bændur þá?
Jú, þeir teikna plötuumslagið og birta á Twitter
Sorry @Metallica — I'm at work so this will have to do. #KEA33 pic.twitter.com/tkTygQpqeA
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) July 25, 2016
Og hvað gerði Metallica? Nú, þeir endurtístu myndinni sem er nú komin á flug á meðal aðdáaenda málmhausanna í Metallica.