Auglýsing

Hefur sótt um sex leikskólum í Reykjavík án þess að fá svör þrátt fyrir manneklu

Þóra Sif Guðmundsdóttir hefur sótt um starf á sex leikskólum í Reykjavík án þess að fá svar. Hún hefur unnið á tvemur leikskólum og furðar sig á því að á meðan leikskólar borgarinnar eru ekki fullmannaðir sé umsóknum ekki svarað.

„Ég sótti um á nokkrum leikskólum þar sem mig vantar starf með skóla,“ segir Þóra Sif í samtali við Nútímann.

Ég hef unnið á tveimur leikskólum og er með frábær meðmæli frá síðasta leikskóla sem eg vann á. Þetta kemur allt fram í umsókninni minni. En það hefur enginn sent mér svar til baka.

Í lok janúar kom fram á mbl.is að leikskólar borgarinnar væru ekki fullmannaðir. Þóra Sif sótti um á tveimur leikskólum í desember og fjórum um miðjan janúar. Í dag rak hún svo augun í auglýsingu á Instagram þar sem auglýst var eftir starfsfólki á leikskóla borgarinnar og vakti athygli á málinu á Twitter.

„Ég er alltaf að heyra um að leikskólar neyðist til að loka deildum vegna manneklu … en svara svo ekki þegar fólk sækir um,“ segir hún.

„Leikskólastarf er þó ekki minn fyrsti valkostur þar sem ég er að læra bókmenntafræði og ritlist en ég kann á starfið og líkar það og veit að það vantar mikið af starfsfólki.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing