Heiða Kristín Helgadóttir, ein af stofnendum Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram sem formaður flokksins á væntanlegu ársfundi í september.
Heiða tilkynnti þetta á Twitter rétt í þessu en hún hefur íhugað stöðu sína undanfarna daga.
„Breytingarnar sem BF er að ganga í gegnum snúast ekki um mig eða minn metnað heldur um það að flokkurinn geti endurvakið áhuga kjósenda og fundið neistann sem til þarf til að hrífa aðra með,“ segir Heiða.
„Metnaður minn liggur í því að leggja því verkefni lið og ég met stöðuna þannig að það verði best gert með því að ég taki sæti á Alþingi í haust í fæðingarorlofi Bjartar Ólafsdóttur og veiti nýrri forystu stuðning til góðra verka. Þar vil ég sjá konu fremsta meðal jafningja.“
Sjá einnig: Örskýring um væringarnar í Bjartri framtíð
Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar þegar ársfundur flokksins verður haldinn í september. Róbert Marshall mun einnig segja af sér sem þingflokksformaður flokksins.
Heiða Kristín Helgadóttir, ein af stofnendum Bjartrar framtíðar, gagnrýndi forystu flokksins í viðtali á Kjarnanum.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er á leiðinni í fæðingarorlof. Heiða er varaþingmaður hennar en hún lýsti yfir að hún tæki ekki sæti á þingi að svo stöddu.
Heiða lýsti svo yfir í Vikulokunum á RÚV að hún treysti sér til að vera formaður flokksins.
Guðmundur Steingrímsson sagðist ekki hafa á formannsslag og sagðist ætla að tala fyrir tillögu um að láta embættin innan flokksins, formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku rótera á milli fólks.
Eftir að Guðmundur og Róbert sögðust ætla að stíga til hliðar sagðist Heiða Kristín ætla að taka sæti Bjartar Ólafsdóttur þegar hún fer í fæðingarorlof. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram sem formaður.
Nýr formaður Bjartrar framtíðar verður kjörinn á ársfundi Bjartrar framtíðar 5. september. Þá verður tillagan um að láta rótera embættum tekin fyrir.
Þingflokkurinn kýs sér nýjan þingflokksformann þegar Alþingi kemur saman.
Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV
— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015