Auglýsing

Heiða Rún slær í gegn í Lundúnum: „Líður svolítið utangarðs í Reykjavík“

Heiða Rún flutti ung til Lundúna en er núna að gera það gott. Henni líður utangarðs í leiklistarbransanum í Reykjavík.

 

Leikkonan Heiða Rún hefur verið að gera góða hluti í Bretlandi undanfarið. Hún fer með stórt hlutverk í þáttunum Poldark á BBC en Sjö milljónir sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi fylgjast að jafnaði með þáttunum.

Þá leikur hún aðalhlutverkið leikrituny Scarlet sem fjallar um unga konu sem verður fyrir barðinu á hefndarklámi.

Sjá einnig: Sjö milljónir fylgjast með Heiðu Rún á BBC

Heiða er í viðtali á vef tímaritsins 1883 og þar segist hún hafa flutt til Lundúna vegna gæða leiklistarnámsins. Hún segist alltaf hafa viljað fara í alþjóðlegt nám.

Hlutirnir eru aðeins öðruvísi í Reykjavík. Borgin er minni og mér líður svolítið utangarðs þegar ég fer þangað vegna þess að ég lærði ekki þar og hef ekki starfað þar í mörg ár. Það var hins vegar frábært að alast þar upp og fylgjast með þessum leikurum í sjónvarpinu.

 

Heiða var aðeins 19 ára þegar hún flutti út og segir að það hafi verið smá áhætta fólgin í.

„En ég hef alltaf verið hvatvís, án þess að spá sérstaklega í því. Þetta snerist um að vita að ég þurfti að vera hérna,“ segir hún.

„Fólk sagði að ég væri hugrökk að flytja erlendis svona ung en mér fannst það frekar auðvelt. Evrópusambandið gerir manni kleift að starfa í Lundúnum og það var aldrei neitt mál. Þetta snerist meira um að komast inn í einhvern skóla og hvort það var þess virði að yfirgefa heimili sitt til að vera hérna.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing