Auglýsing

Heilbrigðisráðherra hitar upp fyrir Rammstein

Hljómsveitin HAM, með Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, hitar upp fyrir þýsku þungarokkhljómsveitina Rammstein á laugardaginn. Tónleikarnir fara fram í Kórnum í Kópavogi en HAM hitaði einnig upp fyrir Rammstein á tónleikum hljómsveitarinnar í Laugardalshöll árið 2001.

HAM sendi nýlega frá sér lagið Vestur-Berlín sem er af vænanlegri breiðskífu sem kemur út í næsta mánuði. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins er von á nýrri smáskífu af plötunni í dag en þá verður einnig nafn plötunnar afhjúpað.

Uppselt er á tónleika Rammstein í Kórnum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing