Auglýsing

Heilsugæslustöð sem meðhöndlar þynnku opnar í Ástralíu, þynnkan hverfur á hálftíma

Sérstök heilsugæslustöð sem meðhöndlar þynnku opnaði á dögunum í Sidney í Ástralíu. Fólk er losað við höfuðverk og aðra skelfilega fylgisfiska drykkjunnar kvöldið áður en þjónustuna kostar sitt.

Heilsugæslustöðin lofar að losa fólk við þynnkuna á aðeins hálftíma. Læknirinn Max Petro segir í umfjöllun 3 News fréttastofunnar í Ástralíu að læknar meti hvern „sjúkling“ áður en meðferð hefst.

Margir koma og segjast ekki geta drukkið eins og áður fyrr vegna þess að þeir verði svo skelfilega þunnir.

Meðferðin er ekki ókeypis. Verðið á þjónustunni er frá 140 ástralskum dölum, sem eru um 13 þúsund íslenskar krónur. Fyrir það fær sá þunni vökva í æð og vítamínkokteil.

Fyrir þau sem tóku virkilega vel á því kvöldið áður er hægt að greiða tæpar 19 þúsund krónur fyrir klukkutímameðferð sem inniheldur tvo lítra af vökva í æð, súrefnismeðferð og vítamín.

Heilsugæslustöðin hefur verið gagnrýnd í Ástralíu fyrir að hvetja til ofdrykkju. „Við seljum ekki áfengi, það drekkur enginn hérna,“ segir Petro. „Við viljum bara sjá til þess að fólk geti gert eitthvað úr deginum sínum.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing