Hljómsveitin Heimilistónar er í aðalhlutverki í nýjum skemmtiþáttum á RÚV sem sýndir verða fyrir jólin. Hljómsveitin, sem sló í gegn með laginu Kúst og fæjó í Söngvakeppni RÚV á síðasta ári frumflutti nýtt lag í fyrsta þætti Heimilistónajóla í gær.
Sjá einnig: Heimilistónar höfðu ekki hugmynd um dónalega „þýðingu“ á Kúst og fæjó á Portúgölsku
Þær Vigdís Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir skipa hljómsveitina sem fer yfir allt það helsta fyrir jólin á næstu vikum.
Í þættinum í gær frumfluttu þær jólalagið Ég verð að fá mér jólasvein, þáttinn í heild sinni má sjá á vef RÚV með því að smella hér.