Auglýsing

Heimir Hallgrímsson dæmdi hjá stjörnum framtíðarinnar: „Hann mætti eldsnemma í morgun og bað um að fá að dæma”

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er engum líkur. Heimir kom ásamt landsliðinu til landsins á þriðjudag og hélt í gær til Vestmanneyja, heimabæjar síns. Hann var svo mættur á flautuna að dæma leiki á Orkumótinu í fótbolta eldsnemma í morgun.

Heimir dæmdi nokkra leiki í morgun á mótinu þar sem 6. flokkur karla í knattspyrnu keppir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri Orkumótsins, segir í samtali við Nútímann að Heimir hafi verið mættur manna fyrstur um morguninn og hafi ólmur viljað fá að rifja upp gamla takta á flautunni.

„Við báðum hann ekkert um að koma, hann bara mætti í morgun og vildi fá að dæma og að sjálfsögðu neitum við ekki Heimi Hallgrímssyni. Hann er búinn að vera að dæma núna frá því eldsnemma í morgun,” segir Sigríður.

Orkumótið er haldið árlega í Vestmannaeyjum. Mótið hefur verið haldið ár hvert frá því að það var fyrst haldið árið 1984 og þar hafa allar helstur stjörnur íslenska landsliðsins í dag spilað á sínum yngri árum.

Heimir dæmdi meðal annars leik á milli Breiðabliks og FH í morgun eins og sjá má í færslu sem Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður RÚV deildi á Twitter síðu sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing