Auglýsing

Heimir Hallgrímsson um Instagram-æðið: „Held að þeir sem eru þar, eru hvort sem er í því alla daga“

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, telur að athyglin sem strákarnir fá á samfélagsmiðlum trufli þá ekki. Þetta sagði Heimir í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur í HM stofunni á RÚV í dag.

Fylgjendabylgjan sem skall á Rúrik Gíslasyni, eftir að hann kom inn á í leik Íslands og Argentínu, hefur vakið athygli víða um heim. Þegar þetta er skrifað er Rúrik kominn með fleiri en 1,1 milljón fylgjendur á Instagram og mynd, sem hann setti inn á sunnudag, er kominn með rúmlega 15 þúsund læk.

Sjá einnig: Rúrik hlutgerður af argentískum konum og hataður af argentískum körlum: „Ég skal hugga þig“

Heimir sagðist í viðtali við Eddu Sif ekki vera rétti maðurinn til að tjá sig um meinta truflun sem verður af þessari athygli en flestir eru strákarnir í landsliðinu vinsælir á Instagram þó Rúrik sé í sérflokki. „Veistu það, þú ert ekki að tala við réttan mann,“ sagði Heimir í HM stofunni.

„Ég hef aldrei farið inn á þetta Instagram eða blablabla sem er í gangi. Ég veit voða lítið um þetta. Ég held að þeir sem eru þar, eru hvort sem er í því alla daga, þannig að ég held að þetta trufli engan.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing