Auglýsing

Heimsendingarþjónusta á áfengi og tóbaki blómstrar í skutlarahópnum: „Bjór, Vodka og Tequila með heimsendingu“

Í Facebook-hópnum „Skutlarar“ má finna hóp einstaklinga sem auglýsir akstur gegn greiðslu. Hópurinn telur yfir 40 þúsund manns og á degi hverjum birtast fjölmargar auglýsingar um þjónustu. Það er þó ekki eina þjónustan sem auglýst er á síðunni. Heimsendingarþjónusta á áfengi og sígarettum blómstrar þar sem aldrei fyrr.

Fjölmiðlar hafa áður fjallað um skuggahliðar hópsins en síðasta vor sagði Vísir.is frá málþingi sem leigubílstjórar stóðu fyrir þar sem sem fjallað var um ólöglegan akstur hér á landi.

Í þeirri umfjöllun var rætt við Ástgeir Þorsteinsson sem sagði fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita,“ sagði Ástgeir.

Á málþinginu var kallað eftir aukinni aðkomu lögreglu að málinu en ef marka má auglýsingar á síðunni síðustu daga virðist það ekki hafa gengið eftir.

Nútíminn tók saman nokkur dæmi um áfengis og tóbaksauglýsingar sem birst hafa á síðustu dögum en rétt er að taka það fram að þetta er aðeins lítið brot. Lang flestir sem auglýsa áfengi og tóbak gera það undir dulnefni og skilja eftir símanúmer.

Bjór, Whisky og Vodka

Mikið úrval

Margir leggja metnað í auglýsingar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing