Auglýsing

Vill bjóða upp á heimsendingu á áfengi

Hvað myndir þú borga mikið fyrir að fá kaldan bjór sendan heim til þín?

Svona spyr efnafræðingurinn Daníel Frímannsson á Facebook-síðunni Über öl­les. Daníel hyggst bjóða upp á heimsendingu á áfengi úr Vínbúðunum en á þó eftir að stofna fyrirtæki um reksturinn. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Hug­mynd­in er búin að vera lengi í vinnslu en svo fékk ég mér rauðvíns­glas og ákvað að setja upp heimasíðu þar sem ég vildi kynna þessa hug­mynd. Ég hef fengið nokkuð góð viðbrögð við þessu eft­ir að ég setti upp aug­lýs­ingu á Face­book fyr­ir helgi.

Á heimasíðu Über öl­les er hægt að skrá sig ef maður hefur áhuga á því að nýta þjónustuna. Daníel hyggst svo útbúa app sem fólk getur sótt og byrjað að panta búsið heim.

Í samtali við Mbl.is segist Daníel búast við því að það sé markaður fyrir þjónustuna. „Þetta er önn­ur lausn en að fara með áfengi í versl­an­ir. Þetta eyk­ur aðgengi með því að búa til ann­an markað sem snýr að flutn­ing­um á vör­unni,“  segir hann. „Opn­un­ar­tím­inn í rík­inu hent­ar þér kannski ekki af ein­hverj­um ástæðum og þú get­ur fengið þetta sent heim ef þú ert t.a.m. ekki á bíl eða ert fast­ur í vinnu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing