Heineken hefur tekið úr birtingu auglýsingu eftir að rapparinn Chance the Rapper sakaði brjórframleiðandann um rasisma. Sjáðu umrædda auglýsingu hér fyrir ofan.
Auglýsingin sýnir barþjón ýta bjórflösku til konu á bar. Flaskan ferðast framhjá fólki sem er dökkt á hörund áður en hún stoppar hjá konunni sem er talsvert ljósari á hörund. Slagorðið: „Sometimes lighter is better“ birtist svo.
Chance the Rapper sagðist á Twitter telja að fyrirtæki gefi viljandi út rasískar auglýsingar til að fá áhorf
I think some companies are purposely putting out noticably racist ads so they can get more views. And that shit racist/bogus so I guess I shouldn’t help by posting about it. But ? I gotta just say tho. The “sometimes lighter is better” Hienekin commercial is terribly racist omg
— Chance The Rapper (@chancetherapper) March 26, 2018
„Ég ætti ekki að hjálpa til með því að vekja athygli á þessu en ég verð bara að segja: Þessi Heineken-auglýsing er hræðilega rasísk,“ sagði Chance the Rapper.