Auglýsing

Helga Magnúsi fyrirgefið af ráðherra vegna „sérstakra aðstæðna“ 

Dómsmálaráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir, en ríkissaksóknari hafði vísað máli hans til ráðuneytisins þann 29. júlí 2024. Málið varðar opinbera tjáningu vararíkissaksóknara sem átti sér stað á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dómsmálaráðuneytisins.

 

„Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ segir í tilkynningunni.

Þúsundir styðja Helga Magnús vararíkissaksóknara: Æskuvini blöskrar framkoman í garð hans

Fyrirgefur vegna „sérstakra aðstæðna“

Helga Magnúsi er samt fyrirgefið þar sem hann hafi viðhaft þessi ummæli við „sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm.“

„Á hinn bóginn var tjáning vararíkissaksóknara sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða hafði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Með vísan til þess og á grundvelli meðalhófs er það niðurstaða dómsmálaráðherra að veita vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir.“

Segir ríkissaksóknara fara með áminningarvaldið

Þá kemur fram að 
ráðherra hafi átti fund með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og annan fund með Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara mánudaginn 9. september þar sem hún kynnti þeim þessa niðurstöðu sína.

Þá vill Dómsmálaráðuneytið árétta að vararíkissaksóknari starfar í umboði ríkissaksóknara og er honum til aðstoðar.

„Ríkissaksóknari hefur auk þess sem forstöðumaður embættisins almennan stjórnunarrétt gagnvart starfsmönnum embættisins, þar með talið vararíkissaksóknara. Dómsmálaráðherra er veitingarvaldshafi en ríkissaksóknari sem forstöðumaður fer með áminningarvaldið.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing