Leikkonan Jennifer Grey hélt að geirvörtur hennar myndu springa við tökur á kvikmyndinni Dirty Dancing. Þegar þau Baby og Johnny, eða Grey og Patrick Swayze, fóru út í vatn til að æfa „lyftuna“ frægu varð þeim báðum mjög kalt, enda tók nokkurn tíma að ná réttu augnablikunum á filmu.
„Ég man að það var mjög, mjög, mjög kalt að synda í vatninu. Þú þurftir að vera mjög ungur og hungraður til að vera í svona köldu vatni í svona langan tíma. Þetta var ekki gott. Ég hugsaði: Deyr maður ef geirvörturnar springa?,“ sagði Grey nýlega í viðtali við blaðið Sunday People.
Nú, þrjátíu árum eftir að myndin var frumsýnd, er von á endurgerð myndarinnar. Dirty Dancing sló rækilega í gegn á níunda áratugnum og fékk myndin Óskarsverðlaun fyrir besta lagið, The Time of my Life.
Tökur á danskeppninni í lok myndarinnar gengu heldur ekki áfallalaust. „Það var nýbúið að mála sviðið og það var klístrað. Málningin festist við fæturna á mér svo ég var ekki snúið,“ segir Grey.