Hin tvítuga Grace Haberman, frá Seattle í Bandaríkjunum, fékk á dögunum senda óumbeðna typpamynd á Twitter og ákvað að láta heiminn vita. Hún birti samskiptin við manninn á Twitter og í kjölfarið fjallaði Buzzfeed News um málið.
https://twitter.com/waddupgrace/status/854168546632278016
Það var þó ekki typpamyndasendingin sem slík sem vakti mesta athyglina, heldur afsakanir mannsins sem taldi sig bara vera að brjóta ísinn á eðlilegan hátt.
Grace lét manninn heyra það en hann sagðist bara vilja spjalla. Í samtali við Buzzfeed News sagði Grace að henni hafi verið misboðið. „Það er svo mikil vanvirðing að fá svona myndir sendar,“ sagði hún.
Í samtali við manninn sagði hún að hann hafi með þessu misst af tækifærinu til að spjalla við hana en síðustu skilaboð hans hafa vakið mikla athygli og orðið til þess að margir hafa velt málinu fyrir sér á Twitter. Hann sagði að bandið um hálsinn á Grace, chokerinn, hafi búið til einhvers kona misskilning.
Grace sagði í samtali við Buzzfeed að viðbrögðin á internetinu hafi komið henni í opna skjöldu. „Ég bjóst alls ekki við svona miklum viðbrögðum og það sem kemur mér mest á óvart er hversu margir karlar taka undir útskýringar hans.“