Enn ein vikan að baki og enn og aftur er nóg að gerast á Twitter. Vikan var óvenjugóð að þessu sinni. Tístin hér fyrir neðan eru fyndin og eiga það sameiginlegt að hafa sópað að sér lækunum frá notendum Twitter.
Hér má sjá bestu tístin að mati dómnefndar Nútímans.
Lífið maður…
Æviskeið íslensks karlmanns:
-Flöskuborð á b5
-Heilsutímabil; wow cyclothon og everest
-Frímúrarareglan
-Eyes Wide Shut partý
-Flytja til Florida eða Tenerife— Sverrir Rolf Sander (@sverrirs) April 7, 2018
Þegar Gotti gerir sig fínan, setur hann þá á sig ostaslaufu?
— Gylfi (@GHvannberg) April 6, 2018
Ég hef stundum áhyggjur af því að einn daginn muni ég fara á stefnumót og panta mér drykk og að gaurinn vilji skála og í stressi muni ég skála allt of fast og brjóta bæði glösin. Eina leiðin til að vera alveg viss um að þetta gerist ekki er að fara aldrei á stefnumót.
— Margrét (@MargretVaff) April 6, 2018
HAHA!
Mér finnst svo fyndið að Egill verður svo bara einhverneginn eins og vaxmyndastytta þegar Þóarinn fer pic.twitter.com/lFC72DZcKs
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) April 4, 2018
Það er öllum drullusama hvaða æfingar þið eruð að gera í ræktinni og hversu mörg reps. Góða helgi.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) April 6, 2018
Brjótandi tíðindi!
Vegna góðra undirtekta á snap vill ég deila með ykkur hér að Aktu Taktu logoið hefur TVÆR merkingar og ég fékk næstum taugaáfall í lúgunni þegar að ég fattaði það í gær pic.twitter.com/s7DDvQjXxy
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) April 7, 2018
Vissi ekki hvað hugrekki var fyrr en núna. Er ein vegan af 300 manna á árshátíð Landssamtaka Sauðfjárbænda.
— Una Hildardóttir (@unaballuna) April 6, 2018
Það eru ekki bara íslensk ungmenni sem eru ömurleg og þekkja ekki menningu sína því í heimsókn hjá mér er ungur maður frá Mexíkó sem hefur aldrei séð mexíkóost.
— Braig David ↗️Promoted (@bragakaffi) April 5, 2018
Það er eru til heimamyndbönd af mér frá '92 á VHS, þá ungabarn, og spólan er merkt Playboy sem krotað hefur verið yfir og mjög smátt til hliðar stendur "Katrín lítil". Ákveðin kaflaskil þegar þú tekur barnamyndbönd upp yfir gömlu klámspólurnar.
— Katrín María (@katrinmariaa) April 5, 2018
Guðni klikkar ekki. Aldrei
Var að taka upp kynningu fyrir innslag þegar forsetabíllinn keyrði upp að mér, Guðni skrúfaði niður gluggann og kom í óvænt viðtal. Þarf ekki einu sinni að hringja í þetta lið lengur. ??
— Berglind Festival (@ergblind) April 5, 2018
Eitt stórt samsæri
Jói Pé og Króli kveiktu augljóslega í Icewear:
1. Þeir eru klæddir eins og fangar
2. Króli er að hugsa "hvað gerðum við"
3. Jói Pe virðist vera að plana aðra íkveikju
4. Þeir voru af "tilviljun" með myndavél og crew hjá brunanum pic.twitter.com/a9lpgl3NoS— Sigurður Bjartmar (@sbjartmar) April 5, 2018
Hársnyrtir: Hvað viljum við í dag?
Sigurður Ingi: Sjá sólina setjast yfir hlíðar Hrunamannahrepps
Hársnyrtir: Say no more pic.twitter.com/KIWBzXJsUL
— Ragnar Auðun Árnason (@raggiau) April 5, 2018
Adam og Eva er ekkert að grínast á facebook.
Þvílíkt ‘customer service’ og frábært attitude. pic.twitter.com/YdK7lDrXVk
— Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) April 5, 2018
Við getum farið að pakka saman…
Áttan liðast í sundur, Icewear brennur, svartan reykjarmökk leggur yfir IKEA, almenningur streymir í Costco og hamstrar dósamat og San Pellegrino gosi. Siðrofið nálgast.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 5, 2018
Gekk með syni mínum í leikskólann og var okkur hrósað fyrir dugnað við komuna þangað.
Sonur: Sko mamma og pabbi fóru í partí í gær og drukku svo mikinn bjór að þau þurftu að skilja bílinn eftir niðrí bæ.#mömmutwitter— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) April 5, 2018
fyrir 4 árum var ég einn hress starfsmaður í Rúmfó að fara að spila á fyrstu tónleikunum mínum sem sólólistamaður. pic.twitter.com/E5LbSiD6JJ
— Daði Freyr ? (@dadimakesmusic) April 5, 2018
kramið pulsubréf í hólfinu á bílstjórahurðinni – staðalbúnaður betri bíla pic.twitter.com/czmiYbkORi
— Tómas (@tommisteindors) April 4, 2018
Samtal hjá sýslumanninum:
Dánarvottorð, hvar fæ ég það?
Er það fyrir þig?— Logi Bergmann (@logibergmann) April 4, 2018
Óþolandi virðingarleysi .. sumir halda að þeir geti bara lagt þar sem þeim sýnist. @logreglan pic.twitter.com/Oe9tIEJnfL
— Gucci mama (@LKarlsdottir) April 2, 2018