Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fór fram í Svíþjóð í kvöld. Eins og venjulega misstu Íslendingar vitið á Twitter á meðan á keppninni stóð og var myllumerkið #12stig notað til að halda utan um umræðuna. Greta okkar komst þó því miður ekki áfram.
En hér eru átta bestu tístin að mati dómnefndar. Þau eiga allavega sameiginlegt að hafa vakið mikla athygli.
8. Þú sagðir þetta ekki!
Með þessu póstkorti drap Gréta óbeint tvo túrista #12stig
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 10, 2016
7. Góður punktur, Stefán
Að komast ekki upp úr þessum riðli er eins og að tapa í Latabæjarhlaupinu. #12stig
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) May 10, 2016
6. Borgarstjórinn var ánægður með Gretu
Laugardagskvöldinu reddað. Fer í að redda húsi til að halda þetta næsta ár. #12stig
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 10, 2016
5. Hvað er það annars?
Erfitt að einbeita sér að keppninni – systir mín er að útskýra fyrir pabba hvað að rimma þýðir. #12stig
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) May 10, 2016
4. Greta stóð sig vel. Það veit Bragi
Jöss! Greta Salóme hlýtur að vera með mestu hæfileika per fersentimetra í veröldinni eftir að Prince kvaddi. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 10, 2016
3. Söngkonan frá Armeníu vakti athygli
Er þetta svona Ali-Express Beyonce? #12stig
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 10, 2016
2. Nkl!
ef LÍN veitti bara almennileg námslán gætu námsmenn erlendis tryggt okkur sigur #12stig
— Berglind Festival (@ergblind) May 10, 2016
1. Svona svona, Björn!
Eurovision-drykkjuleikur: Drekktu eitur svo þú þurfir ekki að horfa. #12stig
— Björn Bragi (@bjornbragi) May 10, 2016