Serbía, Moldóva, Ungverjaland, Úkraína, Svíþjóð, Ástralía, Noregur, Danmörk, Slóvenía og Hollandi komust áfram í Eurovision í Portúgal í kvöld. Austurríki, Eistland, Kýpur, Litháen, Ísrael, Tékkland, Búlgaría, Albanía, Finnland og Írland komust áfram á þriðjudaginn.
Portúgal verður að sjálfsögðu í keppninni á laugardaginn enda gestgjafarnir og svo fóru stóru löndin fimm sjálfkrafa áfram á lokakvöldið: Spánn, Bretland, Þýskaland, Ítalía og Frakkland en þau leggja mest til keppninnar.
Keppnin fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 19.