Víða um land verður kveikt á áramótabrennum síðdegis í dag eða í kvöld, þó sums staðar hafi verið ákveðið að sameina þær í eina þrettándabrennu þann 6. janúar. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu brennustaði en listinn er ekki tæmandi.
Höfuðborgarsvæðið
- Ægisíða: Lítil brenna, kl. 20:30.
- Skerjafjörður: Gegnt Skildinganesi 48–52, lítil brenna, kl. 21:00.
- Suðurhlíðar: Neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
- Laugardalur: Fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, kl. 20:30.
- Geirsnef: Á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, kl. 20:30.
- Stekkjarbakki: Lítil brenna, kl. 20:30.
- Rauðavatn: Að norðanverðu, lítil brenna, kl. 20:30.
- Gufunes: Við Gufunesbæ, stór brenna, kl. 20:30.
- Kjalarnes: Við Kléberg, lítil brenna, kl. 20:30.
- Úlfarsfell: Á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna, kl. 20:30.
- Garðabær: Sjávargrund kl. 21:00 og Álftanes kl. 20:30.
- Mosfellsbær: Neðan Holtahverfis við Leirvog, kl. 16:30.
- Seltjarnarnes: Valhúsahæð, kl. 20:30.
Suðurnes
- Vogar: Á túninu fyrir neðan Skipholt, kl. 20:30.
- Suðurnesjabær: Á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg, kl. 20:00.
Vesturland
- Snæfellsbær: Á Breiðinni, kl. 18:00.
Vestfirðir
- Bolungarvík: Hreggnesi, kl. 16:30.
- Ísafjörður: Á Hauganesi, kl. 20:30.
- Hnífsdalur: Á Árvöllum, kl. 20:30.
- Flateyri: Við smábátahöfnina, kl. 20:30.
- Suðureyri: Á Hlaðnesi, kl. 20:30.
- Þingeyri: Við víkingasvæðið á Þingeyrarodda, kl. 20:30.
- Reykhólar: Á endurvinnslusvæðinu, kl. 20:30.
Norðurland
- Blönduós: Við Miðholt, kl. 20:30.
- Hofsós: Við Móhól, kl. 17:00.
- Sauðárkrókur: Milli Borgargerðis og Sauðárkróksbrautar, kl. 20:30.
- Akureyri: Sunnan við golfskálann á Jaðri, kl. 20:30.
- Húsavík: Við Skeiðavöll, kl. 17:00.
- Kópasker: Við sorpurðunarsvæðið, kl. 20:30.
- Raufarhöfn: Uppi á Höfða, kl. 21:00.
Austurland
- Vopnafjörður: Ofan við Búðaröxl, kl. 16:30.
- Reyðarfjörður: Á Hrúteyri, kl. 17:00.
- Eskifjörður: Á malarsvæði móts við þorpið, kl. 17:00.
- Norðfjörður: Utan við flugvöllinn, kl. 17:00.
- Fáskrúðsfjörður: Við Sævarenda/Fjöruborð, kl. 17:00.
- Stöðvarfjörður: Á Melseyri ofan Byrgisnes, kl. 20:30.
- Breiðdalsvík: Á malarsvæði sunnan við gámavöll, kl. 17:00.
- Borgarfjörður eystri: Við norðurenda flugbrautar, kl. 20:30.
- Djúpivogur: Á Hermannastekkum, kl. 17:00.
- Egilsstaðir: Við Tjarnargarð, kl. 16:30.
- Seyðisfjörður: Í Langatanga, kl. 17:00.
Suðurland
- Laugarvatn: Við malarplanið við íþróttamiðstöðina, kl. 21:30.
- Laugarás: Við Höfðaveg, kl. 20:30.
- Reykholt: Við Vegholt, kl. 20:30.
- Hvolsvöllur: Á túninu við Halgerðartún, kl. 18:00.
- Hveragerði: Við Breiðumörk ofan Grýluvallar, kl. 20:30.
- Selfoss: Við Gesthús, kl. 17:00.
- Stokkseyri: Austan við Hraunsá, kl. 17:00.
- Eyrarbakki: Vestan við hafnarbrú, norðan við tjaldsvæði.
- Þorlákshöfn: Fyrir neðan útsýnisskífu við hafnargarðinn, kl. 17:00.
Heimild: Ríkisútvarpið (RÚV).