Auglýsing

Hera Hilmars í nýrri þáttaröð framleiddri af Amazon

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir bættist í hóp góðkunnra leikara sjónvarpsþáttaraðarinnar The Romanoffs á dögunum en þáttaröðin er framleidd af Amazon og verður sýnd seinna á þessu ári. Deadline og Vísir greina frá þessu.

Matthew Weiner, skapari verðlaunaþáttaraðarinnar Mad Men, framleiðir, leikstýrir og skrifar handrit nýju þáttaraðarinnar sem fjallar um fólk sem telur sig vera afkomendur rússnesku konungsfjölskyldunnar.

Hera mun leika Ondine í þættinum „The One That Holds Everything.“ Persónunni er lýst sem tignarlegri veru sem sé fær um illsku.

Leikarar á borð við Diane Lane, Amanda Peet, Andrew Rannells og Aaron Eckhart fara einnig með hlutverk í þáttunum.

Sjá einnig: Hera Hilmarsdóttir í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peters Jackson 

Það verður mikið að gera hjá Heru í ár en hún mun einnig birtast í stórmynd leikstjórans Peter Jackson, Mortal Engines, sem verður frumsýnd í Desember. Hera fer með hlutverk Hester Shaw í kvikmyndinni sem er byggð á samnefndri bókaröð eftir Philip Reeve og gerist í framtíðinni.

Sjáðu stiklu fyrir Mortal Engines hér

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing