Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir er ein 14 kvenna sem eru hluti af forsíðumyndatöku apríl útgáfu bandaríska tímaritsins Vogue.
Fjórtán konur frá fjórtán löndum eru í aðalhlutverki en stærsta stjarnan er bandaríska leikkonan Scarlett Johanson. Einnig eru leikkonur frá Englandi, Indlandi, Íran og Suður-Kóreu til dæmis.
Í umfjölluninni um Heru segir að uppeldi hennar á Íslandi hafi haft sterk áhrif á hana. Hún segir að umhverfið á Íslandi hafi undirbúið hana vel fyrir leik sinn í dystópísku kvikmyndinni Mortal Engines sem kom út á síðasta ári.
„Sagan segir að tunglfararnir hafi undirbúið sig á Íslandi,“ segir Hera og bætir við að það hafi verið gott að alast upp á Íslandi. „Í 300 þúsund manna landi, þá skipta allir miklu máli.“
Sjá einnig: Hera Hilmarsdóttir fer á kostum í nýrri stiklu fyrir Mortal Engines: „Ekki þessi týpíska hetja“