Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í langan tíma en hann glímir við fíkniefnadjöfulinn að sögn Herberts. Herbert ræddi málið við Fréttablaðið í morgun um málið en hann segist búinn undir það versta.
„Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu,“ segir Herbert í samtali við Fréttablaðið.
Hann segir biðlista í meðferð of langa. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki,“ segir Herbert.
Hann hefur ekki heyrt í syni sínum lengi og ákveð að opna á málið á Facebook í gær þar sem hann birti mynd af þeim feðgum. „Gummi elsku drengurinn minn ❤ Komdu tilbaka! Það er til lausn,“ skrifar Herbert.
Færsla Herberts
Við feðgar, Gummi elsku drengurinn minn ❤ Komdu tilbaka! Það er til lausn!
Posted by Herbert Guðmundsson on Miðvikudagur, 12. desember 2018