Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur verið án áfengis og vímuefna í nokkurn tíma. Af því tilefni ákvað hann að fara á húðflúrstofuna Reykjavík Ink og láta flúra æðruleysisbænina yfir bakið á sér.
Bænin sem er eftir bandaríska guðfræðinginn Reinhold Niebuhr er mikið notuð af AA-samtökunum og öðrum tólfsporasamtökum. Herra Hnetusmjör var í stólnum hjá húðflúraranum Chip Basskin þegar Nútíminn ræddi stuttlega við hann. „Ég er edrú og finnst nett að vera með bæn á bakinu. Eitthvað „gangsta“ við það,“ segir hann.
Hann ætlaði upphaflega að hafa flúrið í öðrum stíl en er ánægður með útkomuna. „Ég ætlaði að fá mér opna bók með bæninni en þetta kom betur út svona. Ég á líka eftir að koma einu sinni í viðbót og láta flúra í kringum þetta,“ segir hann.
Förum yfir þetta saman
- Guð – gef mér æðruleysi
- til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
- kjark til að breyta því sem ég get breytt
- og visku til að greina þar á milli.