Auglýsing

Hestaskúlptúr sló í gegn á fundi Miðflokksins: „Sigmundur hafði orð á því hvað þetta var fallegt“

Stofnfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis var haldinn á Selfossi í gær þar sem ný stjórn var kjörin. Það var þó ekki stjórnin sem stal senunni á fundinum heldur listaverk eftir listakonuna Tobbu Óskars. Verkið vísar í merki flokksins og að sögn Óskars Þórmundssonar stjórnarmanns voru fundarmenn afar hrifnir af verkinu. Sérstaklega formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sérstakir gestir fundarins þeir Sigmundur Davíð og Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hrifust mjög að verkinu og tóku það með sér eftir fundinn. Óskar sem er pabbi listakonunar vonast til þess að flokkurinn kaupi verkið sem kostar 340 þúsund krónur.

„Þeim fannst þetta svo fallegt að þeir vildu setja þetta upp í Reykjavík,“ segir Óskar í samtali við Nútímann.

Þeir tóku hestinn með sér og ætla máta hann. Sigmundur hafði orð á því hvað þetta var fallegt.

Hér má sjá mynd af verkinu.

Posted by Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi on Miðvikudagur, 13. desember 2017

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing