Auglýsing

Hildur Líf stöðvaði vopnað rán

Sérsveit lögreglunnar er kölluð út á Akureyri í gær sem og sjúkrabíll til taks þegar 21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, stöðvaði ránið. Þetta kemur fram á Vísi.

Samkvæmt frétt Vísis hafði konan stolið hnífnum í versluninni Nettó. Hildur Líf ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður.

Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það.

Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að konan eigi við geðræn vandamál að stríða.

„Hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing