Crossfit kappinn Hinrik Ingi Óskarsson féll á lyfjaprófi á Reykjavík Crossfit Championship sem haldið var í Laugardalshöll í síðasta mánuði. Hann mun því ekki taka þátt í heimsleikunum eins og búist var við. Þetta kemur fram á vef Crossfit Games.
Sjá einnig: Íslandsmeistari í CrossFit sviptur titlinum eftir að hann neitaði að gangast undir lyfjapróf
Hinrik var einn af sjö Íslendingum sem komst á heimsleikana í ár en hann mun ekki fá að taka þátt þar sem hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára bann. Tvö ólögleg efni fundust í lyfjasýni hans.
Bann Hinriks tók gildi þann 4. maí síðastliðinn og hann mun því ekki geta tekið þátt í neinu Crossfit móti fyrr en 4. maí 2023.
Hinrik hefur áður komist í fréttirnar fyrir svipaða hluti en árið 2016 var hann sviptur Íslandsmeistaratitli í Crossfit. Þá var hann dæmdur í tveggja ára bann frá Crossfit íþróttinni.
Sjá einnig: Hinrik segir CrossFit-sambandið hafa grátbeðið sig um að keppa og ákveðið fyrirfram að lyfjaprófa hann