Auglýsing

Hinrik segir CrossFit-sambandið hafa grátbeðið sig um að keppa og ákveðið fyrirfram að lyfjaprófa hann

Hinrik Ingi Óskarsson, sem var sviptur Íslandsmeistaratitli í CrossFit um helgina, segir að CrossFit samband Íslands hafi verið búið að ákveða að láta lyfjaprófa hann áður en hann tók þátt í Íslandsmótinu um helgina. Hann segir það orka tvímælis þar sem sambandið hafi grátbeðið hann um að taka þátt í mótinu.

Sjá einnig: Íslandsmeistari í CrossFit sviptur titlinum eftir að hann neitaði að gangast undir lyfjapróf

Þetta kom fram í viðtali við Hinrik í þættinum Svali og Svavar á K100 í morgun. Hlustaðu á viðtalið hér fyrir ofan. „Ég er soldið svekktur,“ sagði Hinrik í viðtalinu. „Ég átti alveg von á því að ég yrði lyfjaprófaður eins og hver annar.“

Hinrik segir að það hafi fokið í sig þegar hann fékk að heyra að það hafi staðið til að lyfjaprófa hann, sama í hvaða sæti hann myndi lenda á mótinu. Hann telur að það sé brot á reglum.

„Þá fauk soldið í mig og þá kemur að þessu hótunardæmi sem stóð þarna. Hann var ekki að taka neitt mark á því sem ég var að segja. Hann horfði á einhverja möppu og skrifa eitthvað niður á meðan ég var að tala við hann. Þetta fór bara inn um eitt eyra og út um hitt,“ sagði Hinrik í þættinum.

Ég tók möppuna af honum og sagði: „Við erum að tala um líf mitt horfðu í augun á mér og talaðu við mig.“ Hann hefur kannski upplifað það sem einhverja hótun þar sem ég var nýbúinn með æfingu og það var hiti í andrúmsloftinu. Ég hótaði engum né neinum konum.

Hinrik segir að hann hafi ekki ætlað að taka þátt í mótinu, þar sem hann sé á leiðinni á stórt mót í Dúbæ eftir viku. „Ég ætlaði að spara mig fyrir það en ég ákvað að keppa fyrir þetta CrossFit-samband því þau grátbáðu mig um að keppa upp á að hafa alla með,“ segir hann.

Hlustaðu á viðtalið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing