Auglýsing

Hita upp fyrir Damon Albarn

Hljómsveitin Fufanu hitar upp fyrir bresku stórstjörnuna Damon Albarn í tónleikasalnum Royal Albert Hall í Lundunum í 16. nóvember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Frosti Gnarr, trommari Fufano, segir þetta vera frábært tækifæri í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er mjög spenntur, þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Frosti.

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari Fufanu, spilaði á trompet með Albarn á tónleikaferðalagi í sumar. „Í sumar leyfi ég honum að heyra nýju demóin okkar í einni af túrrútunum og hann stingur upp á því að við hitum upp fyrir hann í Royal Albert Hall. Þetta var reyndar á afmælisdaginn minn sem er mjög fyndið,“ segir Kaktus í samtali við Fréttablaðið. Þá var hann hljóðtæknir við upptökur á nýrri plötu Albarn, Everyday Robots.

Damon Albarn er einn farsælasti tónlistarmaður samtímans í Bretlandi. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Blur og hefur einnig gert það gott með hliðarverkefnið Gorillaz. Hann hefur mikið dvalið á Íslandi, átti einu sinni hlut í Kaffibarnum og á samkvæmt heimildum Nútímans ennþá hús í Grafarholti, sem hann keypti á tíunda áratugnum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing