Auglýsing

Hjalti slasaðist og sjúkrabíll fékk ekki að keyra með hann í gegnum Norðfjarðargöng vegna hátíðarhalda

Hjalti Þórarinn Ásmundsson, rafvirki frá Reyðarfirði, varð fyrir því óláni að fara úr olnbogalið þegar hann var að keppa í glímu um helgina. Sjúkrabíll sem sótti Hjalta fékk ekki leyfi til þess að keyra í gegnum Norðfjarðargöng vegna hátíðaropnunar sem var á sama tíma. Í stað þess að fara í gegnum nýju göngin var farið með Hjalta sárkvalinn mun lengri leið á fjallavegi yfir Oddskarðið. Hjalti sagði frá raunum sínum á Facebook.

Í færslunni sem Hjalti skrifar á Facebook og lesa má í heild hér að neðan segir Hjalti meðal annars. „Ég upplifði hræðilegustu og verstu bílferð ævi minnar.“

Jæja, dagurinn byrjaði fínt en tók svo u-beygju um hádegisbil þegar ég fór úr olnbogalið við að keppa í glímu. Var úr…

Posted by Hjalti Þórarinn Ásmundsson on Laugardagur, 11. nóvember 2017

Hann segist í samtali við Vísi.is vera afar ósáttur við að sjúkrabílinn hafi ekki fengið að stytta sér leið í gegnum göngin og telur að það hefði verið hægt að hliðra til í hátíðarhöldum í augnablik. „Við fengum enginn svör nema bara að við mættum ekki fara í gegn,“ sagði Hjalti í samtali við Vísi.

Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri í Fjarðarbyggð sem synjaði sjúkrabílnum um að aka í gegn, segir í samtali við Vísi að aðstæður við göngin hafi verið þannig við opnunina að það hefði verið of tímafrekt að gera sjúkrabíl fært að keyra þar í gegn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing