Auglýsing

Kínversk kona í ástarsorg eyddi viku á KFC

„Ég gat ekki hugsað mér að fara heim vegna þess að íbúðin mín var full af minningum,“ segir hin kínverska Tan Shen.

Tan Shen eyddi á dögunum viku inni á KFC eftir að kærastinn batt enda á ástarsamband þeirra. Hún notaði tíma sinn í að borða kjúklingabita og -vængi. Þetta kemur fram á vef Yahoo.

Tan Shen er 26 ára gömul og kemur frá Chengdu í Sichuan héraði.

Ég var bara í göngutúr og mér leið ömurlega þannig að ég ákvað að koma við á KFC. Ég ætlaði ekki að vera þarna lengi en mig langaði í kjúklingavængi. Þegar ég var komin inn og byrjuð að borða fannst mér ég þurfa tíma til að hugsa.

Eftir að hún hafði dvalið á staðnum í nokkra daga fór starfsfólk að ókyrrast. Jiang Li Lung, starfskona á KFC, segist ekki hafa tekið eftir konunni í fyrstu.

„Við erum í vaktavinnu og veitingastaðurinn er opinn allan sólarhringinn. Þannig að hingað kemur margt fólk. En eftir nokkra daga fórum við að kannast við hana. Við áttuðum okkur svo á því að við vorum búin að afgreiða hana síðustu þrjá daga og að hún hafði aldrei yfirgefið staðinn.“

Eftir viku fannst Shen nóg komið. Hún yfirgaf staðinn þegar fjölmiðlar voru byrjaðir að fjalla um hana.

„Ég ákvað að það væri fyrir bestu að yfirgefa borgina og fara til foreldra minna,“ segir hún. „Ég var líka komin með ógeð á kjúklingi þannig að var tilgangslaust að dvelja þarna áfram.“

Og starfsfólkið saknar hennar. „Við söknum hennar. Hún gerði vinnuna aðeins áhugaverðari,“ segir Jiang Li Lung.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing