Auglýsing

Hjónin Eva og Jakob stofna fyrsta íslenska veftímaritið sem er alfarið tileinkað viskíi

Hjónin Eva Vestmann og Jakob Jónsson hafa stofnað fyrsta íslenska veftímaritið sem er alfarið tileinkað vískíi og heitir Viskíhornið. Þegar hafa fjölmargar fyrirspurnir borist tímaritinu og sækjast margir eftir ráðgjöf hjá hjónunum.

„Það eru 38 flöskur af viskíi sendar frá Skotlandi á hverri sekúndu og það er verið að búa til viskí í tuttugu milljón tunnum í landinu, eða fjórar á hvern íbúa,“ segir Jakob í samtali við Nútímann. Hann er viskísérfræðingur og vill gjarnan koma skemmtilegum og áhugaverðum staðreyndum um viskí á framfæri.

Hjónin fluttu til London fyrir níu árum og fékk Jakob í kjölfarið vinnu hjá Royal Mile Whiskies í kjölfarið. „Ég hef unnið mig upp innan fyrirtækisins og fengið mikla reynslu innan geirans, hef sótt ótal námskeið og smakkanir og einnig haldið smakkanir innan búðarinnar,“ segir Jakob. Hann rekur útibú verslunarinnar í London ásamt einum öðrum en verslunin var fyrst opnuð í Edinborg.

Eva er grafískur hönnuður og sér um uppsetningu og hönnun síðunnar en Jakob er ritstjóri. Eva segir að það komi nýtt efni inn á síðuna vikulega og þá reyni þau einnig að vera virk á samfélagsmiðlum. Þau senda einnig út fréttabréf einu sinni í mánuði og getur fólk skráð sig á póstlistann til að fá það sent.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing