Hjörtu margra Íslendinga misstu úr slag í kvöld þegar minningartónleikar um söngvarann Valdimar Guðmundsson voru auglýstir skömmu eftir að beinni útsendingu frá Eurovision lauk.
Ekki var þó allt með felldu þar sem auglýsingin var frá Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Sjáðu auglýsingu frá hlaupinu hér fyrir neðan.
Valdimar hyggst hlaupa tíu kílómetra í hlaupinu í ár. Á vef hlaupsins kemur fram að eftir martröð um eigin dauða hafi hann tekið ákvörðun um að skera upp herör gegn ofþyngd sinni, kæfisvefni og almennt versnandi heilsu.
„Ég þarf að vita að ég muni ekki enda einn í kjallaraíbúð og deyja fyrir aldur fram,“ segir Valdimar en hægt verður að fylgjast með undirbúningin hans á vef hlaupsins. Myllumerkið #mínáskorun heldur utan um umræðu á samfélagsmiðlum.
Auglýsingin náði til fólks og á Twitter hefur fólk tjáð sig um hana
Okei þetta var BRUTAL!! #mínáskorun #Valdimar
— Katrín Eyjólfsdóttir (@katrineyjolfsd) May 10, 2016
https://twitter.com/axfjord/status/730142636774952960
WOW missti úr slag!!! @ValdiMumma #mínáskorun
— Vigdís Másdóttir (@vigdismas) May 10, 2016
Ok. Þessi #mínáskorun auglýsing var átök fyrir hjartað.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 10, 2016
fuck #12stig
ég held með @ValdiMumma #mínáskorun ?— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) May 10, 2016