Auglýsing

Hjörvar Hafliða lætur Steven Lennon heyra það: „Í einu orði sagt ömurlegt hjá honum“

Tíst sem Steven Lennon, framherji FH, birti á Twitter á meðan leikur Íslands og Frakklands á EM stóð yfir vakti gríðarlega hörð viðbrögð. Fjölmargir svöruðu Lennon fullum hálsi og sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason segir ummælin í einu orði sagt ömureg.

Tístið var tekið fyrir í Sumarmessunni á Stöð 2 sport í kvöld. Hjörvar sagði þar ljóst að þetta væri skot á landslið Íslands. „Það er verið að gera lítið úr því sem við höfum gert — gera lítið úr þessu einstaka afreki. Við munu aldrei sjá svona litla þjóð standa sig svona vel,“ sagði hann.

Þetta er í einu orði sagt ömurlegt hjá honum. Ég held að hann átti sig ekkert almennilega á þessu, hvað er búið að vinna í íslenskum fótbolta.

Hjörvar bætti við að þetta væri afar taktlaust hjá framherjanum. „Það er enginn staður fyrir svona gæja í íslenskum fótbolta,“ sagði hann. „Hann lifir á íslenskum fótbolta. FH borgar launin hans. Þetta fór í taugarnar á fólki, þetta var ekki alveg rétta mómentið.“

Hann bætti þó við að allir eigi vonda daga á Twitter. „Ég held að þetta hafi verið einn af þeim.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing