Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason og skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson grófu stríðsöxina í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Hlustaðu á viðtalið hér fyrir neðan.
Tíst sem Hjörvar birti um Hugleik á Twitter eftir að Ísland tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta á mánudaginn vakti gríðarlega athygli. Í tístinu, sem Hjörvar hefur fjarlægt, velti hann kaldhæðnislega fyrir sér hvað Hugleikur og „góða fólkið“ myndi gera núna. „Væntanlega eitthvað gott twist,“ sagði hann svo og bætti við: „Góðar stundir.“
Í Brennslunni í morgun sagðist Hjörvar hafa verið undir miklum og sterkum áhrifum frá gini og tóník þegar hann birti tístið. „Mikið G og rosalega lítið T þennan dag,“ sagði hann.
Félagi minn við hliðina á mér var að leika einhvern hipster að gera lítið úr því sem var í gangi. Svo allt í einu fer hann að sýna mér einhverja mynd og ég spyr hvort það eigi enn að gera lítið úr þessu. Þannig að ég hendi bara einhverju út í loftið eins og 37 ára karl gerir stundum. Nema þarna fékk þetta gríðarleg viðbrögð.“
Hjörvar túlkaði viðbrögðin sem svo að Hugleikur sé mjög vinsæll. „Ég var staddur í hnífabardaga og ég var búinn með hnífana mína,“ sagði hann.
Hjörvar benti svo á mynd sem Hugleikur birti fyrir nokkrum árum og fór í taugarnar á honum. Hugleikur sagði að sú mynd sé stærsta dissið gagnvart fótbolta sem hann hefur birt.
Umrædda mynd má sjá hér fyrir neðan
#football. #WorldCup #WorldCup2014 #yay pic.twitter.com/ca11pClKuy
— dagsson (@hugleikur) June 12, 2014
Hugleikur sagðist í viðtalinu fyrst hafa skilið fótbolta á síðasta ári þegar íslenska karlalandsliðið náði ótrúlegum árangri á EM í Frakklandi. „Ég var eitt stórt spurningamerki gagnvart þessari íþrótt alla ævi,“ sagði hann.