Auglýsing

Hlaut 2 ára dóm fyrir að aðstoða unnusta sinn við að nauðga þroskaheftri stúlku

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudag konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlutdeild í nauðgun barnungrar, þroskaheftrar stúlku. Það er Rúv sem greinir frá þessu. Atvikið átti sér stað í október 2016 en konan aðstoðaði unnusta sinn við verknaðinn með því að gefa stúlkunni lyf og kannabisefni áður en hann misnotaði hana.

Í dómnum sem lesa má í heild hér kemur fram að konan hafi legið við hlið stúlkunnar á meðan maðurinn braut gegn henni. Unnusti konunnar sem einnig var ákærður, lést áður en aðalmeðferð málsins fór fram. Skýrsla sem lögreglan tók af honum við rannsókn málsins, var spiluð fyrir dómi. Þar neitaði hann sök.

Í skýrslutökum neitaði konan því að stúlkan hefði verið þvinguð til kynlífsathafna. Þá kvaðst hún ekki hafa vitað að stúlkan var undir lögaldri, né vitað að stúlkan væri þroskaheft.

Héraðsdómur hafnaði þessum framburði konunnar og taldi hann ótrúverðugan. Auk fanglesins í tvö ár er konunni gert að greiða stúlkunni eina milljón í miskabætur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing