Auglýsing

Hljómsveit Bjartrar framtíðar stækkar

Valgerður Björk Pálsdóttir, 27 ára stjórnmálafræðingur úr Reykjanesbæ, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. Valgerður hefur meðal annars starfað í sendiráði Íslands í Berlín, sem verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og sem blaðamaður á Víkurfréttum.

Valgerður Björk spilar á fiðlu, gítar og píanó og getur einnig sungið, samkvæmt Guðmundi Steingrímssyni, formanni BF. Þá lærði hún á rafmagnsgítar hjá Ómari Guðjónssyni.Valgerður bætist því í hóp hljóðfæraleikara í Bjartri framtíð en þingmennirnir Guðmundur og Róbert Marshall troða reglulega upp á samkomum Alþingis. Þá er þingmaðurinn Óttarr Proppé landsþekktur tónlistarmaður í hljómsveitum á borð við HAM og Dr. Spock.

54 sóttu um framkvæmdastjórastöðuna en ekki er vitað hvort aðrir umsækjendur hafi verið liðtækir tónlistarmenn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing