Hljómsveitin Retro Stefson er að hætta, tíu árum eftir að hún var stofnuð.
„Við erum orðin þreytt,“ sagði Logi Pedró Stefánsson, bassaleikari sveitarinnar, í samtali við Stöð 2.
Sveitin hefur þó ekki látið frá sér síðasta tón heldur er fimm laga plata í bígerð sem hefur fengið titilinn Scandinavian Pain. Þá mun sveitin einnig halda tónleika í Gamla bíói 30. desember undir yfirskriftinni Síðasti sjéns.
Retro Stefson hefur um árabil verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og gefið út fjölmörg vinsæl lög á borð við Glow, Senseni, Kimba og Qween svo dæmi séu tekin.