Hljómsveitin Vök gaf í dag út sína aðra breiðskífu, In The Dark. Platan er samin og tekin upp af hljómsveitarmeðlimunum Margréti Rán og Einar Stef í samstarfi við breska upptökustjórann James Earp. Vök heldur hér áfram að þróa sinn heillandi og draumkennda hljóðheim sem þau eru þekkt fyrir.
Á plötunni þróa Margrét Rán og Einar hljóðheim Vakar og skila aðgengilegri og um leið persónulegra verki en áður. Lögunum 11 á plötunni má lýsa sem dúndrandi poppsmellum með angurværum, jafnvel sorglegum, undirtón. Margrét Rán segir textana á plötunni hafa sprottið upp úr vangaveltum um persónulega hluti sem hún var að ganga í gegnum þegar þau unnu plötuna og hvernig hún gæti unnið úr tilfinningum sínum.
In the Dark er tekin upp í upptökuveri hljómsveitarinnar á Ísland og í Notting Hill í London í sumarið 2018. Fyrsta breiðskífa Vök, Figure, kom út árið 2017 og var valin besta raftónlistarplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum það árið, en í ár er lag þeirra Autopilot tilnefnt í hópi bestu popp laganna. Vök hefur hlotið mikla athygli og lof frá erlendum fjölmiðlum á borð við Noisey, The Line of Best Fit, The New York Times, Clash, Stereogum og fleiri. Smáskífurnar „In The Dark,“ „Erase You,“ „Spend The Love„, „Night & Day“ og „Autopilot“ eru nú þegar með yfir tvær milljónir hlustanir samtals á streymisveitum.
Vök hafa spilað mikið í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarnar vikur og hituðu m.a. upp fyrir hljómsveitina Editors. Hljómsveitin heldur útgáfutónleika sína á Íslandi í Iðnó 22. mars og á Græna hattinum á Akureyri 23. mars nk. áður en þau halda á þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu.
Í dag kemur einnig út nýtt tónlistarmyndband við lagið „Erase You,“ Myndbandinu er leikstýrt af Baldvini Vernharðssyni og kóreógrafía er í höndum Sólbjartar Sigurðardóttur og Karitas Lottu. Sú síðarnefnda er jafnframt dansari í myndbandinu. – Söngkonan Margrét Rán segir að lagið sé um manneskju sem ýtti henni að jaðrinum þangað til hún vildi hreinlega stroka hana út úr lífi sínu.