Auglýsing

Hljómsveitin Vök gefur út breiðskífuna In the Dark og nýtt tónlistarmyndband við lagið Erase You

Hljómsveitin Vök gaf í dag út sína aðra breiðskífu, In The Dark. Platan er samin og tekin upp af hljómsveitarmeðlimunum Margréti Rán og Einar Stef í samstarfi við breska upptökustjórann James Earp. Vök heldur hér áfram að þróa sinn heillandi og draumkennda hljóðheim sem þau eru þekkt fyrir.

Á plötunni þróa Margrét Rán og Einar hljóðheim Vakar og skila aðgengilegri og um leið persónulegra verki en áður. Lögunum 11 á plötunni má lýsa sem dúndrandi poppsmellum með angurværum, jafnvel sorglegum, undirtón. Margrét Rán segir textana á plötunni hafa sprottið upp úr vangaveltum um persónulega hluti sem hún var að ganga í gegnum þegar þau unnu plötuna og hvernig hún gæti unnið úr tilfinningum sínum.

In the Dark er tekin upp í upptökuveri hljómsveitarinnar á Ísland og í Notting Hill í London í sumarið 2018. Fyrsta breiðskífa Vök, Figure, kom út árið 2017 og var valin besta raftónlistarplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum það árið, en í ár er lag þeirra Autopilot tilnefnt í hópi bestu popp laganna. Vök hefur hlotið mikla athygli og lof frá erlendum fjölmiðlum á borð við Noisey, The Line of Best Fit, The New York Times, Clash, Stereogum og fleiri. Smáskífurnar  „In The Dark,“ „Erase You,“ „Spend The Love„, „Night & Day“ og „Autopilot“ eru nú þegar með yfir tvær milljónir hlustanir samtals á streymisveitum.

Vök hafa spilað mikið í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarnar vikur og hituðu m.a. upp fyrir hljómsveitina Editors. Hljómsveitin heldur útgáfutónleika sína á Íslandi í Iðnó 22. mars og á Græna hattinum á Akureyri 23. mars nk. áður en þau halda á þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu.

Í dag kemur einnig út nýtt tónlistarmyndband við lagið „Erase You,“ Myndbandinu er leikstýrt af Baldvini Vernharðssyni og kóreógrafía er í höndum Sólbjartar Sigurðardóttur og Karitas Lottu. Sú síðarnefnda er jafnframt dansari í myndbandinu. – Söngkonan Margrét Rán segir að lagið sé um manneskju sem ýtti henni að jaðrinum þangað til hún vildi hreinlega stroka hana út úr lífi sínu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing