Auglýsing

Hljómsveitinni Casio Fatso hafnað af Iceland Airwaves sjötta árið í röð: „Þetta er grunsamlegt“

Hljómsveitin Casio Fatso fær ekki að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár frekar en undanfarin fimm ár. Forsprakki hljómsveitarinnar segir málið grunsamlegt en forsvarsmenn hátíðarinnar segja leiðinlegt að geta ekki leyft öllum að spila.

Casio Fatso hefur verið dugleg við að spila um allt land og koma sér á framfæri og meðal annars fengið spilun í Ástralíu þar sem hljómsveitin náði efsta sæti á útvarpsstöðinni Undiscovered Rock Radio.  Og hefur setið þar í tvær vikur.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar segir í samtali við Nútímann að hljómsveitin, sem var stofnuð árið 2012, hafi skilið það vel að fá höfnun fyrst um sinn en að fá neitun sjötta árið í röð sé undarlegt. „Maður skilur það vel að fá neitun meðan maður er að hasla sér völl en þetta er grunsamlegt,“ segir Sigursteinn.

Það eru yfir 100 hljómsveitir sem spila þarna á ári hverju og ég er ekki að kaupa það að við séum 601. besta hljómsveit Íslands.

Eftir að hafa fengið neitun í ár ákvað hljómsveitin að setja saman skemmtilegt myndband sem sjá má sjá hér. Sigursteinn segir að meðlimir hljómsveitarinnar séu hvorki reiðir né bitrir en þeim þyki málið undarlegt.

„Við höfum sent þeim póst núna tvö ár í röð og reynt að fá skýringar en það er fátt um svör. Við viljum ekki vekja upp neina gremju gagnvart bandinu í herbúðum Iceland Airwaves en á þessum tímapunti höfum við engu að tapa.“

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves segir í samtali við Nútímann að auðvitað sé leiðinlegt að geta ekki leyft öllum að spila. „Við segjum nei við rúmlega þúsund hljómsveitir á hverju einasta ári,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing