Ótrúlegt viðtal við Sigurð Einarsson í fréttum RÚV í kvöld hefur vakið mikla athygli. Hlustaðu á viðtalið hér fyrir neðan.
Sjá einnig: Örskýring um Al-Thani málið
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti tæplega tíu prósent hlut í Kaupþingi fyrir fall hans, voru allir dæmdir sekir í Al-Thani málinu í Hæstarétti í dag.
Sigurður segir að fólk hafi verið dæmt fyrir það sem það var en ekki það sem það gerði. Viðtalið má heyra hér fyrir neðan: