Aðdáendur söngkonunnar Adele bíða spenntir eftir nýjustu plötu söngkonunnar, 25. Platan kemur út á föstudaginn en hurð skall nærri hælum í gær þegar hluti hennar lag á netið.
Verslunin Juno Records birti fyrir mistök tveggja mínútna hluta úr öllum lögum plötunnar á vefsíðu sinni í gær. Verslunin var fljót að taka lögin niður en nokkrir óþolinmóðir aðdáendur söngkonunnar komust í lögin sem ganga nú manna á milli á internetinu. Svæði plötunnar í versluninni er autt í dag. Skellur.
Sjá einnig: Demi Lovato gjörsamlega neglir ofursmellinn Hello, sjáðu myndbandið
Spennan fyrir plötunni er mikil enda hefur lagið Hello slegið rækilega í gegn. Þessum Twitter-notanda tókst að plata fjölmarga í gær þegar hann birti þessa mynd.
Just copped that new Adele album at Target ? retweet if you want me to leak it pic.twitter.com/XOx1wabxcA
— Florence Welch (@HausofFrancis) November 17, 2015
Viðkomandi sagðist hafa fengið plötuna í Target, en talsmenn verslunarinnar hafna því. Ekki er vitað hvaðan platan er komin eða hvort hún er raunveruleg.