Í dag undirrituðu, Reitir, Rekstrarfélag Kringlunnar og dótturfélag H&M leigusamning um að verslun undir merkjum H&M verði rekin í Kringlunni á næsta ári.
Vísir greinir frá málinu.
Áður hefur komið fram að stefnt sé að opnun verslunarinnar H&M í Smáralind síðsumars 2017. Í framhaldinu er stefnt að opnun á Hafnartorgi árið 2018.
Sjá nánar: Stefnt að opnun H&M í Smáralind næsta sumar, á Hafnartorgi 2018
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í samtali við Vísi að enn sé óljóst hvar verslunin verði staðsett í verslunarmiðstöðinni. Guðjón segir þó að hún verði meðal þeirra stærstu í Kringlunni.