Auglýsing

Högni þurfti mjólk til að slökkva brunann

Chili-aðdáendaklúbburinn Ég ann chili hélt ársfund á veitingastaðnum á Ban Thai við Laugaveg á föstudag.

Að því tilefni var Tómasi og Dúnu Boonchang, eigendum og kokkum á Ban Thai, veitt viðurkenning fyrir að bjóða upp á sterkasta mat á Íslandi. Björn Teitsson, formaður klúbbsins, segir einstaklega góðmennt hafa verið á fundinum, sem 16 manns sóttu.

Pantaður var rétturinn Pad Ped, sem er flokkaður sem „5 pipra“-réttur, en skalinn á styrkleika rétta á Ban Thai er 1-5 piprar. Fólk var því nokkuð bugað undir lokin — Högni Egilsson þurfti til að mynda að slökkva brunann með tveimur mjólkurglösum.

Í klúbbnum eru margir annálaðir hipsterar, svo sem tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín, gifbloggarinn Berglind Pétursdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson úr grínhópnum Mið-Íslandi.

Tómas og Dúna Boonchang taka við viðurkenningarskjali frá Ég ann chili á ársfundi klúbbsins. Myndin er frá Hrafni Jónssyni, sem er reyndar þarna lengst til hægri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing